„Vistvænn Lax“ er vörumerki einstaka eldislaxins okkar. Hann er framleiddur á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt, studdur vönduðum vísindaaðferðum. Velferð fisksins er höfð í fyrirrúmi og laxinn býr við góðar vatnsaðstæður allt sitt líf. Þessar góðu aðstæður leiða til bættrar vöðvabyggingar og úrvals gæða á laxinum.
Árangurinn er að laxinn okkar er stinnur og í góðu ásigkomulagi þar sem hann syndir um við kjöraðstæður í lokuðu kvíunum. Vatnið er sótt frá miklu dýpi sem gerir það að verkum að laxinn kemst ekki í tæri við laxalús.
Þetta gefur laxinum bjart og heilbrigt útlit, auk þess sem hann hefur sérstaklega mikil gæði á fiskholdi og fína samsetningu á fitu og próteinum.
Við höfum það markmið að afhenda besta og heilbrigðasta eldislaxinn sem völ er á.
Við höfum stjórn á allri virðiskeðjunni í framleiðsluferlinu, vegna þess að við höfum sjálf þróað og framleitt tæknina og búnaðinn sem laxinn er alinn upp í. Við nýtum endurnýjanlega orku frá hreinum vatnsaflsstöðvum og höfum dælukerfi í sjónum sem sér til þess að:
Við leggjum áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni í öllu okkar framleiðsluferli. Orkan sem notuð er til framleiðslunnar kemur öll frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
Kerfið hefur tvöfalda vörn sem dregur mjög úr hættu á að laxinn sleppi úr kvíunum. Laxinn vex án þess að komast í snertingu við laxalús og ný virðiskeðja verður til með nýtingu á úrganginum.
Við höldum því þess vegna fram að þessi framleiðsla byggi á vistvænustu og sjálfbærustu eldisaðferðum sem völ er á í heiminum nú um stundir.
Mikið eftirlit er með ferli og gæðum vatnsstreymisins í lokuðu kvíunum og úrgangur er fjarlægður í framleiðsluferlinu.
Úrgangurinn sem fluttur er á land fer ekki til spillis, heldur er hann endurunninn í náttúrulegt eldsneyti, fóður eða aðrar endurnýtanlegar afurðir. Laxaframleiðslan mengar þannig ekki hafið.
Laxinn okkar er alinn í lokuðum kvíum í sjónum, í hreinum fjörðum og góðu umhverfi.
Við sækjum vatnið af miklu dýpi sem gerir það að verkum að laxinn kemst aldrei í tæri við laxalús.
Móðurfélagið AkvaDesign AS , ásamt dótturfélögunum Akva Future AS og AkvaDesign Systems AS hafa höfuðstöðvar í Brønnøysund í Norður-Noregi.
AkvaFuture AS rekur fiskeldi með sjálfbærum og vistvænum laxi a þremur stöðum í sveitarfélögunum Vevelstad og Brønnøy.
AkvaDesign Systems framleiðir og þjónustar okkar eigin lokuðu kvíar sem varðar eru einkaleyfum. Félagið sér einnig um almennan rekstur fyrir AkvaFuture AS.
Fyrirtækið AkvaFuture ehf sinnir uppbyggingu á sjálfbæru og umhverfisvænu fiskeldi á Íslandi. Félagið er einnig með skrifstofur á sama stað og móðurfélagið og hin dótturfélögin.
Póstfang:
AkvaFuture ehf, Glerárgötu 36, 600 Akureyri
Framkvæmdastjóri/CEO
+47 45 45 29 30
tm@akvafuture.no
This site uses functional cookies and external scripts to improve your experience.
Privacy settings
Privacy Settings
This site uses functional cookies and external scripts to improve your experience. Which cookies and scripts are used and how they impact your visit is specified on the left. You may change your settings at any time. Your choices will not impact your visit.
NOTE: These settings will only apply to the browser and device you are currently using.
Facebook pixel
Facebook pixel